The Meaning of the child Interview (Motc)
klínískt námskeið með Dr. Benedict Grey
Yfirlit
Meaning of the child Interview (MotC) námskeiðið er ætlað öllum þeim sem starfa með börnum og umönnunaraðilum innan ólíkra kerfa í samfélaginu. Námskeiðin verða kennd í staðkennslu á Íslandi og í gegnum fjarfundarbúnað.
Námskeiðin eru tvö,
-
MotC I er kennt 30. september – 2. október 2024
-
MotC II er kennt í beinu framhaldi dagana 3. og 4. október 2024.
-
Kennt er frá klukkan 9-16:00 með 1 klst hádegishléi.
-
Kennslan fer fram í Lífsgæðasetri St. Jó. , Suðurgötu 41 í Hafnarfirði.
​
​​
MotC I
​
-
ï‚· Grunn hugmyndafræði MotC.
-
ï‚· Grunn tengslahegðunar – ólík mynstur.
-
ï‚· Skoðuð verða myndbönd.
-
ï‚· Skoðuð verða handrit af viðtölum við umönnunaraðila.
-
ï‚· Farið verður í hvernig ákveðin orðræða er túlkuð í viðtölum við umönnunaraðila.
MotC II
-
Tveggja daga námskeið sem kennt er 12 og 13 janúar 2023 auk þess sem nemendur skila af sér æfingum í gegnum tölvupóst samskipti við kennara og skila af sér æfingarviðtali. Með því að skila af sér æfingarviðtali, öðlast nemendur viðurkenningar sem veitir þeim vottun á að geta tekið MotC viðtöl.
Farið verður yfir eftirfarandi þætti:
-
Fræðilegt efni
-
Skima og greina viðtöl (MotC I er undanfari þessa námskeiðs)
-
Undirbúningur fyrir MotC III námskeið fyrir þá sem vilja öðlast vottun á að gera greint
-
MotC viðtöl.
​
Ávinningur
-
Að skima og greina mynstur í orðræðu umönnunaraðila á eigin barni.
-
Öðlast þekkingu í að notast við MotC hálf staðlaða viðtalsformið.
-
Að greina hættulega orðræðu frá hættulausri orðræðu umönnunaraðila.
-
Að öðlast færni í að veita viðeigandi stuðning sem er byggð á færni umönnunaraðila í stuðningi við barnið sitt.
-
Eftir að hafa lokið MotC II, og skilað af sér viðtali til greiningar og skimunar til kennara, fá nemendur viðurkenningu sem MotC sérfræðingur. Nemandi sem tekur MotC viðtal, getur notað viðtalið til eigin ígrundunar eða fengið það greint af áreiðanlegum MotC greinanda sem lokið hefur MotC III námskeiði og staðist áreiðanleikapróf í greiningu MotC viðtala.
​
Leiðbeinendur
​
Dr. Benedict Grey er námsstjóri og dósent fyrir framhaldsnám í tengslafræðum og rannsóknum við háskólann í Roehampton UK; með áheyrslu á áhrif áfalla og hættu í fjölskyldusamböndum. Hann er einnig meðstjórnandi Cambridge Center for Attachment.
Ben er félagsráðgjafi og sálfræðingur sem hefur starfað í mörg ár við að samþætta tengslafræði og matsferli í starfi með fjölskyldum innan breska fjölskyldudómskerfinu og með umönnunar- og ættleiddum börnum og umönnunaraðilum þeirra.
Hann hefur þróað og rannsakað Meaning of the Child Interview (MotC: www.meaningofthechild.org) sem er aðferð til að skilja tengsl foreldra og barns út frá því hvernig foreldrar tala og hugsa um barn sitt.
Ben hefur birt fjölda fræðigreina um sambönd foreldra og barns, notkun tengslamats fyrir fjölskyldudómstólum og rannsakar nú umönnun foreldra sem eiga barn með einhverfugreiningu.
Ben er einnig í ráðgefandi ritstjórn tímaritsins „Human Systems: Therapy, Culture and Attachment“.
​
Honum til halds og trausts verður samstarfsmaður hans og eiginkona, Juliet Kesteven. Juliet er félagsráðgjafi og kennari við Roehampton háskólann sem hefur unnið með börnum og fjölskyldum í yfir 30 ár ásamt því að búa yfir umtalsverði þekkingu og reynslu í sálfræði. Juliet er einnig heiðurskennari við Bedford háskólann í Bretlandi.
​
Hér er hægt að nálgast ítarefni um MotC
http://www.meaningofthechild.org/
Hér er hægt að nálgast ítarlegri upplýsingar um kennara námskeiðsins
http://attachment.services/
Fyrir þá sem vilja verða áreiðanlegir í að greina MotC viðtöl, gefst tækifæri á að taka MotC III á netinu þann 6.-7. febrúar 2023.
Athugið að aðeins eru 18 pláss í boði og eru þeir sem skrá sig á bæði námskeiðin eru í forgangi og eru þau seld saman. Þeir sem hafa áhuga á aðeins fyrsta námskeiði geta sent tölvupóst á netfangið tengslamat@tengslamat.is og tekið verður til athugunar hvort unnt sé að mæta þeim óskum.
Dagsetning
MotC I hlutI, 9-11. janúar
MotC II hlutI, 12-13. janúar
​
Leiðbeinandi
Dr. Benedict Grey, sálfræðingur, félagsráðgjafi og dósent við Roehampton háskólann í UK.
Juliet Kesteven félagsráðgjafi og kennari við Roehampton háskólann í UK. Þeim innan handar er Ragnheiður Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur.
Tímasetning
09:00 - 16:00
​
​
Verð
MotC I Kr. 82,800
MotC II Kr. 55,200
​
​
​
​
​
​
​
Staðsetning
Lífsgæðasetur St. Jó, Suðurgata 41, Hafnarfirði, 2 hæð
fundarsalur Lungað