top of page
Search

Meaning of the Child interview (MotC)Klínískt námskeið með Dr. Benedict Grey og Juliet Kesteven




Tengslamat kynnir með stolti komu Dr. Benedict Grey og Juliet Kesteven. Þetta er í annað sinn sem þau koma til Íslands og kenna fagaðilum klíníska viðtalstækni við foreldra um börnin sín. Tengslamat býður upp á námskeiðið, sem mun fara fram í Lífsgæðasetri St. Jó, auk þess sem fólki gefst líka færi á að sækja námskeiðið í rauntíma á zoom. 

Námskeiðin eru fjögur talsins en aðeins tvö þeirra fara fram hér á Íslandi en hin tvö fara fram í gegnum fjarkennslu á zoom frá Bretlandi. 

  • MotC I fer fram þann 30.sep – 2.okt 2024, í Lífsgæðasetri St. Jó og í gegnum zoom. Í þessum hluta er farið yfir grunn MotC tengslaviðtalsins.

  • MotC II fer fram þann 3.-5.okt, í Lífsgæðasetri St. Jó og í gegnum zoom. Í þessum hluta er farið í notkun MotC tengslaviðtalsins.

  • MotC III fer fram þann 11-12.nóv, í staðkennslu á zoom frá Bretlandi. Í þessum hluta er farið í greiningu á MotC tengslaviðtalinu og fagaðilar undirbúnir fyrir áreiðanleika próf, sem fer fram eftir að námskeiði er lokið.

  • MotC IV 25-26 nóv, í staðkennslu á zoom frá Bretlandi. Í þessum hluta er unnið með hvernig viðtalið geti nýst í vinnu með umönnunaraðilum og með tilliti til vinnslu meðferðaráætlunar.



 

MotC



Meaning of the Child interview (MotC) námskeiðið er ætlað fagaðilum sem starfa með börnum og umönnunaraðilum innan ólíkra kerfa í samfélaginu. MotC I og MotC II fer fram í Lífsgæðasetri St. Jó en einnig í gegnum zoom í staðkennslu.

 

MotC III og MotC IV, fara fram í gegnum zoom í fjarkennslu frá Bretlandi. Forkröfur fyrir þetta námskeið er að viðkomandi hafi lokið MotC l & ll.

 

Þetta er í annað sinn sem þetta námskeið er haldið hjá Tengslamat í Lífsgæðasetri St. Jó, en í fyrra komust færri að en vildu. Sjá nánar viðtal við Benedict Grey og Juliet Kesteven um námskeiðið hér.


 

Dr. Benedict Grey & Juliet Kesteven

 



Dr. Benedict Grey er kennari í tengslafræðum og rannsóknum því tengdu við Hertfordshire háskólann í Englandi. Þá leiðir Benedict Grey doctorsnám við Hertfordshire háskólann. Hann er einnig meðstjórnandi Cambridge Center of Attachment.

 

Benedict Grey er bæði félagsráðgjafi og sálfræðingur að mennt og hefur hann yfir 20 ára reynslu af greiningum og ráðgjöf innan tengslafræða fyrir félagsþjónustu og dómstóla.

Benedict Grey hefur birt fjölda fræðigreina um tengsl barna og umönnunaraðila, um gildi tengslamatstækja fyrir dómstólum og um þessar mundir rannsakar hann tengslasambönd umönnunaraðila við börn sem eru á einhverfurófinu.

Benedict Grey og Juliet Kesteven eru hjón en hún er félagsráðgjafi að mennt og hafa þau kennt MotC námskeiðin saman.


10 views0 comments

Comments


bottom of page