Dr. Kristine Clay, löggiltur geðheilbrigðisráðgjafi og sálfræðingur, mun heimsækja Tengslamat á nýju ári og leiða tvö námskeið í janúar n.k. Þetta er í annað sinn sem Kristine heldur námskeið hjá Tengslamat.
Fyrra námskeiðið er fyrir fósturforeldra og einblínir á hvernig hægt sé að skapa öryggi og jákvæða líðan hjá fósturbörnum sem hafa upplifað óöryggi.
Seinna námskeiðið er ætlað öllum foreldrum sem eiga í erfiðum samskiptum og fjallar um hvernig hægt er að skapa friðsælla umhverfi fyrir þau og barnið/börnin þeirra. | |
Fósturforeldri: Að skapa öryggi á óöruggum tímum
Hvort sem um ræðir fósturforeldra, félagsráðgjafa eða sérfræðinga í barnavernd, bjóðum við þér að efla færni í að styðja við og hafa jákvæð áhrif á líðan barna innan fósturfjölskyldna. Þetta námskeið miðat að því að nýta innsæi úr taugavísindum og tengslafræðum við slíkar aðstæður.
Þarfir barna eru misjafnar og krefjast sérhæfðar greiningar á aðstæðum, markvissra íhlutana og sérhæfðrar þekkingar til að skapa stöðugleika, meðhöndla börn sem hluta af margþættu kerfi, veita stuðning við að takast á við áskoranir, leiðbeina þeim í gegnum erfiða lífsatburði og efla sjálfsþekkingu. 7 janúar 2025 | Námskeið fyrir foreldra: Minni átök, meiri friður
Við bjóðum foreldrum, sem glíma við samskiptavanda og átök, að taka þátt í námskeiði sem miðar að því að skapa friðsælla umhverfi fyrir þá og ekki síst börnin þeirra. Markmiðið er að kenna foreldrum nýjar aðferðir til að eiga í samskiptum, takast á við streitu og tryggja barni sínu bestu mögulegu uppeldisskilyrði.
Námskeiðið er hugsað fyrir foreldra sem vilja koma saman eða í sitt hvoru lagi.
Námskeiðinu verður síðan fylgt eftir með3x1 klst á Zoom með viðeigandi stuðning og ráðgjöf til að styðja við foreldra.
9 eða 10 janúar 2025 |
Námskeiðin verða kennd í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði en þáttakendur geta einnig kosið að sitja námskeiðið í gegnum Zoom fjarfundarbúnað. Athugið að námskeiðin eru kennd á ensku.
Comments