Frá októberlokum til byrjun desember bauð Tengslamat upp á námskeiðum í DMM tengslafræðum. Þau Andrea Landini barna- og unglingageðlæknir og Patricia Crittenden þroskasálfræðingur leiddu námskeiðin sem voru þrjú talsins. Námskeiðin voru vel sótt af íslenskum og erlendum fagaðilum, bæði í staðnámskeiði í Lífsgæðasetri St. Jó og í gegnum Zoom
Andrea Landini hóf námskeiðalotuna með grunn námskeiði í DMM tengslafræðum, ANP námskeiðinu; Attachment, Neurodevelopment and Psychopathology. Þar var farið yfir þroska einstaklingsins frá vöggu til grafar samhliða því sem kynnt voru matstæki DMM módelsins fyrir ólík aldursskeið. Í lok þess námskeiðs var farið í ólíkar meðferðarnálganir.
Því næst hélt Andrea Landini sitt seinna námskeið í sömu fræðum þar sem fagaðilum var kennt á, ICI, Infant Care Index tengslamatstækið sem skimar fyrir tengslahegðun barna á aldrinum 0-15 mánaða með umönnunaraðila. ICI matstækið er gagnlegt í vinnu með ungum börnum og umönnunaraðilum, en matstækið byggir á myndbandsupptöku barns með umönnunaraðila. Matstækið hefur verið mikið notað meðal heilbrigðis- og félagsþjónustu þar sem áhersla felst í að skoða tengslahegðun barns með umönnunaraðila og veita viðeigandi stuðning eftir þörfum. ICI matstækið var þróað af Dr. Patricia Crittenden árið 1979.
Þriðja og síðasta námskeiðið í lotunni var (TCI) Toddler Care Index, tengslamatstækið. Dr. Patricia Crittenden þróaði flest tengslamatstæki DMM módelsins og kenndi Toddler Care Index námskeiðið. TCI matstækið skimar tengslahegðun barna á aldrinum 15-72 mánaða í leik með umönnunaraðilum, en leikurinn byggir á myndbandsupptöku. TCI byggir á grunni „Strange Situation Procedure“ matstæki Mary Ainsworth og „Preschool Assessment Attachment“ matstæki Patricia Crittenden sem eru greiningar matstæki á tengslahegðun barna með umönnunaraðilum. TCI matstækið er mikið notað meðal fagfólks innan heilbrigðis- og félagsþjónustu. TCI matstækið er gagnlegt í meðferðarvinnu þar sem hægt er að endurtaka tengsla myndbandsupptökur reglulega meðan að tengslaeflandi meðferð er veitt. Toddler Care Index námskeiðið er enn í gangi og mun ljúka í febrúar á næsta ári.
Andrea Landini hélt erindi við Háskóla Íslands í samstarfi við Félagsráðgjafafélag Íslands og Tengslamat. Þar kynnti hann DMM tengslahegðunarmódelið og birtingarmyndir ólíkrar tengslahegðunar eftir ólíkum menningarheimum. Fyrirlesturinn má sjá hér fyrir neðan.
Við þökkum Andrea Landini og Patriciu Crittenden sem og öllum þeim sem sóttu námskeiðin kærlega fyrir þátttökuna.
Comments